Undirbúningur í fullum gangi í Skarðsdalnum.
Á Neðstasvæði og T-lyftusvæði eru svæðin orðin mjög góð, tilbúin fyrir þá fjölmörgu gesti sem munu leggja leið sína til Fjallabyggðar um páskana. Nægur snjór verður í öllum brekkum og á svæðinu verða Hólabraut, Bobbbraut, Palla, Giljabraut, Leikjabraut fyrir þá yngstu og margt fleira er í gangi í Skarðsdalnum. Til dæmis verður lifandi tónlist í Skíðaskálanum.
Allar upplýsingar um viðburði og opnunartíma svæðisins er að finna á heimasíðunni frægu skard.fjallabyggd.is
Sjáumst hress í Skarðinu eins og sagt er.
Myndir teknar 4. apríl og 14. apríl 2011.
Athugasemdir