Síldarminjasafnið

Síldarminjasafnið Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins og er hýst í þremur ólíkum húsum þar sem gestir kynnast síldveiðum

Síldarminjasafnið

Síldarminjasafnið
Síldarminjasafnið

Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Í þremur ólíkum húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Í Bátahúsinu liggja skip og bátar við bryggjur þar sem hafnarstemningin frá því um 1950 er endursköpuð. Róaldsbrakki er gamla norska söltunarstöðin og þar er flest eins og áður, vistarverur síldarstúlknanna, kontórinn og vinnuplássið. Á góðum sumardögum er þar sýnd síldarsöltun, harmonikan þanin og slegið er upp bryggjuballi. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum hefur verið kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Þar hefur verið komið upp lítilli síldarverksmiðju frá 1935-40.

Síldarminjasafnið er staðsett að Snorragötu 15
Sími: 467-1604
Tölvupóstur: safn(at)sild.is
Staðsetning Síldarminjasafnsins á korti

Heimasíðu Síldarminjasafnsins má nálgast hér

 


03.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.