Reiđhjól frá Amsterdam

Reiđhjól frá Amsterdam Hálfdán Sveinsson eigandi og rekstrarađili Siglunes Guesthouse var spurđur út í ţessi hjól og hvađ vćri framundan međ ţau. Hann

Fréttir

Reiđhjól frá Amsterdam

Reiđhjól frá Amsterdam
Reiđhjól frá Amsterdam

Ný þjónusta í boði hjá Siglunes Guesthouse

Vakið hefur athygli að um götur bæjarins hafa verið á ferðinni virðuleg hjól í gömlum stíl og borið merki Siglunes Guesthouse.

Hálfdán Sveinsson eigandi og rekstraraðili Siglunes Gusthouse var spurður út í þessi hjól og hvað væri framundan með þau. Hann sagði okkur frá því að er hann var á ferðinni úti í Hollandi fyrir stuttu fann hann þessi hjól. Honum fundust þau alveg í anda Siglunes Guesthouse, í fallegum gömlum stíl.


Hálfdán Sveinsson eigandi Siglunes Guesthouse á einum reiðskjótanna

Ákvað hann að flytja inn nokkur stykki og bjóða gestum Siglunes upp á þá þjónustu að fá þau til að hjóla um bæinn. Þessi þjónusta hefur mælst alveg sérstaklega vel fyrir og gestirnir alsælir að fá að upplifa bæinn á þessum farartækjum.


Starfsmaður Siglunes Guesthouse getur staðfest að það er einstaklega
gott að hjóla á háu og þýðu hjólinu.

Heimasíða Siglunes Guesthouse: http://hotelsiglunes.is/

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir og Nonni Björgvins
Texti
: Kristín SigurjónsdóttirAthugasemdir

12.apríl 2021

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst