100 ára afmæli Grunnskóla Siglufjarðar og 100 ára afmæli upphafs rafvæðingar á Siglufirði

100 ára afmæli Grunnskóla Siglufjarðar og 100 ára afmæli upphafs rafvæðingar á Siglufirði Ég fór á afmælishátíð Grunnskóla Siglufjarðar sem haldin var 18.

Fréttir

100 ára afmæli Grunnskóla Siglufjarðar og 100 ára afmæli upphafs rafvæðingar á Siglufirði

Ég fór á afmælishátíð Grunnskóla Siglufjarðar sem haldin var 18. desember.  Þann 18. desember 1913 var Grunnskólinn vígður og á sama tíma kom rafmagn fyrst í notkun á Siglufirði. 

Mikið af fólki kom til að skoða gamla skólahúsið og einhverjir hressir kappar voru að ræða það í hvaða stofu skólastjórinn tók þá til bæna.
 
Hjalti Gunnarsson og Þorgeir (Doddi) Bjarnason ræddu þessi mál í góða stund án þess að komast að niðurstöðu hvor hefði farið oftar til stjórans.
 
Ég hinsvegar gekk um húsið með tossana tvo og sagði þeim frá því hvaða kennari var með hvaða stofu og hvaða kennsla fór fram í hverri stofu, en þó svo ég segi sjálfur frá var mikið talað um það á sínum tíma hvað ég tæki sérstaklega vel eftir og væri mikill námshestur, kurteis og prúður og hreinlega aldrei með fíflalæti.
 
Kennarar sem nú eru hættir kennslu sökum aldurs eða hafa snúið sér að öðrum störfum komu að sjálfsögðu við og héldu upp á þennan merkisdag.
 
Þetta var virkilega skemmtilegt og gaman að rifja upp gamlar skólastundir.
 
Fyrr um morguninn var farið grunnskólabörn í Síldarminjasafnið þar sem þau fengu fræðslu um það þegar ljósvél og raflýsing kom fyrst til Siglufjarðar.
 
skólinn Gamla skólastofan sem var innréttuð í kjallaranum til þess að sýna hvernig skólastofur litu út hér áður fyrr.
 
skólinn
 
skólinn
 
skólinnSiggi Bald að rifja upp gamla tíma.
 
 
skólinnJónína Magnúsdóttir skólastjóri með fyrstu skólatöskuna sína. Þetta virðist vera alveg ótrúlega lítið notuð taska, bara eins og glæný.
 
skólinnHaraldur Björnsson og Hjalti Gunnarsson líklega í fyrsta skiptið sem þeir koma sjálfviljugir í skólann.
 
skólinnRíkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri.
 
skólinnÞær Berglind Friðriksdóttir og Rut Hilmarsdóttir eru báðar úr árgangi 1977. Þær komu til að rifja upp gamlar og góðar minningar en árgangurinn sem þær eru í bar víst af í sambandi við prúðmennsku og góðan þokka.
 
skólinnEinar Karlsson, Regína Mikaelsdóttir og Auður Kapítóla 
 
skólinnKristrún Halldórsdóttir var ljómandi ánægð með skólann.
 
skólinnSteini Sveins er alltaf hress og vildi endilega vera svona á myndinni og nákvæmlega svona.
 
skólinnDoddi Bjarna.
 
skólinnStandandi frá vinstri, Örlygur Kristfinnsson, Páll Helgason, Skarphéðinn Guðmundsson og Guðný Pálsdóttir. Sitjandi frá vinstri Anton Jóhannsson og Regína Guðlaugsdóttir.
 
 
 
 
Á Siglfirðingur.is er einnig hægt að lesa mjög góða grein um þetta allt saman og við bendum á hana hér.

Hér fyrir neðan er eiginlega myndbandsmyrkraverk eins og einhver komst að orði. En það er hægt að heyra lýsinguna á fyrstu ljósavélinni sem kom til Siglufjarðar sem og luktinni Skriðbyttu sem var notuð hér áður fyrr.




Athugasemdir

01.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst