112-dagurinn haldinn um allt land 11. febrúar.

112-dagurinn haldinn um allt land 11. febrúar. Á morgun, mánudaginn 11. febrúar verður 112 dagurinn um allt land.

Fréttir

112-dagurinn haldinn um allt land 11. febrúar.

Á morgun, mánudaginn 11. febrúar verður 112 dagurinn um allt land.

Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Að þessu sinni verður áherslan á getu almennings til þess að bregðast við á vettvangi alvarlegra slysa og veikinda, að fólk hringi í 112 og veiti fyrstu aðstoð áður en sérhæfð aðstoð berst.112-dagurinn er haldinn víða um Evrópu á sama tíma en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins.

Á Siglufirði mun slökkviliðsstjórinn okkar hann Ámundi fylgjast með rýmingum í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Slökkviliðsmenn á landsvísu standa árlega fyrir átaki sem er eldvarnargetraun hjá nemendum 3. bekkjar í grunnskólum landsins.  Verðlaun í þessari getraun eru afhent á 112 daginn ár hvert, og í ár er það nemandi hér sem hlýtur verðlaunin.

Kl. 16-18 verður opið hús í slökkvistöðvum Fjallabyggðar, bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði.


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst