112 dagurinn á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 12.02.2012 | 11:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 611 | Athugasemdir ( )
Slökkvistöðin á Siglufirði var opin öllum bæjarbúum frá kl. 10:00 til 12.00 laugardaginn 11. febrúar í tilefni af 112 deginum. Þar var öllum gestum boðið upp á kaffi og meðlæti.
Slökkviliðs, sjúkraflutninga, og björgunarsveitarmenn sýndu tækjabúnað sinn. Síðan var farinn hringur í bænum á bílaflotanum.
Páll Helgason fer með ljóð um Egil Stefánsson sem var slökkviliðsstjóri hér á árum áður.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir