200 hjólböruferđir ţutu um Sigló Hótel

200 hjólböruferđir ţutu um Sigló Hótel Ílögn, gólfhiti og heitur matur var á dagskránni ţegar fréttamanni var litiđ inn í ađalrými Sigló Hótels

Fréttir

200 hjólböruferđir ţutu um Sigló Hótel

Horft niđur af göngubrúnni
Horft niđur af göngubrúnni

Ílögn, gólfhiti og heitur matur var á dagskránni þegar fréttamanni var litið inn í aðalrými Sigló Hótels síðastliðinn föstudag en þar var nánast allur tiltækur mannskapur kominn til að fleyta gólfið í miðrými hótelsins. 

Það var ekki að furða að margar hendur þyrftu til verksins enda verið að flytja 30 rúmmetrar af steypu inn á um 470 fermetrar rými en um 200 ferðir með hjólbörum þarf til að flytja svo mikið magn.

200 hjólböruferðir á Sigló Hótel

Óli og Hjalli taka stöðuna yfir gómsætum plokkara í hádegispásunni. 

200 hjólböruferðir á Sigló Hótel

Hjólbörugatnamót í Sigló Hótel, á tíma hefði mátt nota umferðaljós líka. 

200 hjólböruferðir á Sigló Hótel

Strákarnir kasta mæðinni eftir 97 ferðir. 

200 hjólböruferðir á Sigló Hótel

Slétt úr steypunni við vegg barsvæðisins.

200 hjólböruferðir á Sigló Hótel°

Búið að leggja í gólf veitingastaðarinns Sunnu sem hefur fjölda glugga fyrir gesti til að njóta útsýnis yfir smábátahöfnina, tignarleg fjöllin og löndunarbryggjuna. 

 


Athugasemdir

17.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst