50 Gamansögur frá Siglufirði – Nýtt rit
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 07.04.2009 | 19:16 | | Lestrar 542 | Athugasemdir ( )
Út er komið rit með stórskemmtilegum sögum af síkátum Siglfirðingum s.s. Árna Biddu, Sigurði Jónssyni, Steina Sveins, Palla Helga, Örlygi, Tóta, Sigga Ægis, Ingu á Eyri o.fl. o.fl
Þórarinn Hannesson safnaði, skráði og gaf út. Ritið fæst í Söluturninum, Siglósport og hjá útgefanda á netfanginu > hafnargata22@hive.is
Svo fólk fái nasasjón af því hvað um er að ræða koma hér tvær sögur úr bókinni:
Erfitt að liggja kyrr
Þórarinn Hannesson íþróttakennari á miklu barnaláni að fagna því hann á fimm börn. Þegar meðganga þess fimmta var komin vel á veg og Þórarinn og Kristín kona hans voru búin að ákveða skírnardag lagði Þórarinn leið sína til sr. Sigurðar Ægissonar, sóknarprests á Siglufirði, til að festa hjá honum skírnardaginn. Það hafði farið fram hjá sr. Sigurði að barns væri að vænta hjá þeim hjónum og þegar Þórarinn sagði honum tíðindinn sagði Sigurður með nokkru þjósti: ”Hvað er þetta drengur, geturðu aldrei legið kyrr.”
En brosti svo sínu blíðasta og dagurinn var fastsettur.
Blandað sterkt
Sigvaldi Júlíusson heitir ungur maður sem ólst upp á Siglufirði og stundaði meðal annars æfingar í knattspyrnu hjá KS um árabil og komst loks að hjá meistaraflokki félagsins.
Að lokinni einni keppnisferðinni fengu menn sér aðeins í glas, til að fagna sigri eða gráta tap, og urðu sumir vel hífaðir. Fóru menn þá að bera saman bækur sínar um hvernig þeir hefðu drukkið og þótti enginn maður með mönnum nema blandan væri nógu sterk. Töluðu sumir jafvel um að þeir hefðu blandað vodkann og blandið til helminga eða “fiftý – fiftý”. Þetta fannst Sigvalda nú ekki merkilegt og vildi toppa síðasta ræðumann. “Iss þetta er ekkert, ég blanda alltaf sixtý-sixtý.”
Þórarinn Hannesson safnaði, skráði og gaf út. Ritið fæst í Söluturninum, Siglósport og hjá útgefanda á netfanginu > hafnargata22@hive.is
Svo fólk fái nasasjón af því hvað um er að ræða koma hér tvær sögur úr bókinni:
Erfitt að liggja kyrr
Þórarinn Hannesson íþróttakennari á miklu barnaláni að fagna því hann á fimm börn. Þegar meðganga þess fimmta var komin vel á veg og Þórarinn og Kristín kona hans voru búin að ákveða skírnardag lagði Þórarinn leið sína til sr. Sigurðar Ægissonar, sóknarprests á Siglufirði, til að festa hjá honum skírnardaginn. Það hafði farið fram hjá sr. Sigurði að barns væri að vænta hjá þeim hjónum og þegar Þórarinn sagði honum tíðindinn sagði Sigurður með nokkru þjósti: ”Hvað er þetta drengur, geturðu aldrei legið kyrr.”
En brosti svo sínu blíðasta og dagurinn var fastsettur.
Blandað sterkt
Sigvaldi Júlíusson heitir ungur maður sem ólst upp á Siglufirði og stundaði meðal annars æfingar í knattspyrnu hjá KS um árabil og komst loks að hjá meistaraflokki félagsins.
Að lokinni einni keppnisferðinni fengu menn sér aðeins í glas, til að fagna sigri eða gráta tap, og urðu sumir vel hífaðir. Fóru menn þá að bera saman bækur sínar um hvernig þeir hefðu drukkið og þótti enginn maður með mönnum nema blandan væri nógu sterk. Töluðu sumir jafvel um að þeir hefðu blandað vodkann og blandið til helminga eða “fiftý – fiftý”. Þetta fannst Sigvalda nú ekki merkilegt og vildi toppa síðasta ræðumann. “Iss þetta er ekkert, ég blanda alltaf sixtý-sixtý.”
Athugasemdir