70 % vilja stokka upp kvótakerfið

70 % vilja stokka upp kvótakerfið Tæplega 70% landsmanna vilja að þeir sem fá úthlutað kvóta greiði leigu til ríkisins sem endurspegli

Fréttir

70 % vilja stokka upp kvótakerfið

Mikill munur var á afstöðunni eftir stjórnmálaflokkum. Mynd fengin af vef ruv.is
Mikill munur var á afstöðunni eftir stjórnmálaflokkum. Mynd fengin af vef ruv.is

Tæplega 70% landsmanna vilja að þeir sem fá úthlutað kvóta greiði leigu til ríkisins sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans. 

Tæp 67% eru hlynnt því að kvótinn sé í eigu ríkisins og tæp 65% eru þeirrar skoðunar að stjórnvöld eigi að afturkalla gildandi kvóta og úthluta að nýju með breyttum reglum.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Mikill munur var á afstöðunni eftir stjórnmálaflokkum. 89% Samfylkingarfólks og 93% kjósenda Vinstri grænna vildu endurúthluta veiðiheimildum, en aðeins 36% Sjálfstæðismanna.

Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst