„Fornbátur“ smíðaður í Slippnum
sksiglo.is | Almennt | 20.08.2012 | 16:45 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 702 | Athugasemdir ( )
Nú, seinnihluta sumars og fram á haust, er unnið að smíði fyrsta tilgátu-árabátsins á Íslandi. Það er Hjalti
Hafþórsson sem annast smíðina eftir að hafa rannsakað leifar báts sem fundust við uppgröft í Vatnsdal í Patreksfirði fyrir nærri
50 árum.
Kumlið er talið vera frá 10. öld og var staðsetning alls bátasaums (nagla) mæld nákvæmlega af fornleifafræðingum. Verkefnið nýtur styrkja og stuðnings frá menntamálaráðuneytinu og Síldarminjasafninu.
Það er mjög áhugavert að fylgjast með hvernig verkinu vindur fram og er opið hús í Slippnum alla daga sem þar er unnið – og allir boðnir velkomnir.

Texti og forsíðumynd: http://www.sild.is/
Mynd: GJS
Kumlið er talið vera frá 10. öld og var staðsetning alls bátasaums (nagla) mæld nákvæmlega af fornleifafræðingum. Verkefnið nýtur styrkja og stuðnings frá menntamálaráðuneytinu og Síldarminjasafninu.
Það er mjög áhugavert að fylgjast með hvernig verkinu vindur fram og er opið hús í Slippnum alla daga sem þar er unnið – og allir boðnir velkomnir.
Texti og forsíðumynd: http://www.sild.is/
Mynd: GJS
Athugasemdir