Á sjóinn með Reyni Karls og Gabríel Reynis
sksiglo.is | Almennt | 26.10.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 775 | Athugasemdir ( )
Ég hafði samband við Reyni Karls og bað hann um að senda mér myndir frá sjónum.
Ég veit að Reynir er duglegur með myndavélina út á sjó og það var eins og flest annað hjá Reyni, það var
ekkert vandamál að fá sendar myndir af þessum sjógörpum og því sem þeir þurfa að glíma við á
sjónum.
Við förum í 2 róðra með Reyni og Gabríel og myndir úr fyrri róðrinum birtast hér.
Þessar myndir eru teknar um borð í Jonna SI í róðri þann 16.10.2013. Farið var á Skagagrunn og fiskaðist vel, 6,6
tonn.
Reynir er skipstjóri og þrælgóði hásetinn er Gabríel.
Þessi sem þið sjáið í gulum vinnubuxum er Svissneskur ferðalangur. Ég ætla bara að láta útskýringu á honum koma óbreytt
frá Reyni Karls.
Svar Reynis þegar ég spurði hann hver þessi
í gulu buxunum væri.
"Þetta er Svissneskur ferðalangur sem
langaði alveg ógurlega að koma með í róður:) Magnaður tappi,,,,,,drullubræla og þá bara kveikti minn maður sér í
sígarettu, ekkert sjóveikur.
Ég var alveg kjaftstopp.Djöflaðist með okkur
í öllu,blóðgaði eins og þrælvanur og vann öll störf um borð eins og hann hafi aldrei gert annað.
Svo bara tók hann í hendina á okkur og
þakkaði fyrir sig.Sagðist ekki geta beðið eftir því að sjá svipinn á vinum sínum úti,er hann sýndi þeim allar
þær myndir sem hann tók.
Algjör ævintýragæji,25 ára gamall.Gistir
í tjaldi!Að vísu,þar sem leiðinlegt veður var þá splæsti hann í gistingu á Siglunes, gistiheimilinu.
Þeir eru nú ekki margir sem hafa komið mér jafn
mikið á óvart:)
Kv.Reynir"
Við þökkum Reyni og
Gabríel kærlega fyrir þessar myndir og svo kemur meira af myndum frá þeim á morgun.






Athugasemdir