Á sjóinn með Reyni Karls og Gabríel Reynis

Á sjóinn með Reyni Karls og Gabríel Reynis Ég hafði samband við Reyni Karls og bað hann um að senda mér myndir frá sjónum.

Fréttir

Á sjóinn með Reyni Karls og Gabríel Reynis

Ég hafði samband við Reyni Karls og bað hann um að senda mér myndir frá sjónum.

Ég veit að Reynir er duglegur með myndavélina út á sjó og það var eins og flest annað hjá Reyni, það var ekkert vandamál að fá sendar myndir af þessum sjógörpum og því sem þeir þurfa að glíma við á sjónum.

Við förum í 2 róðra með Reyni og Gabríel og myndir úr fyrri róðrinum birtast hér.

Þessar myndir eru teknar um borð í Jonna SI í róðri þann 16.10.2013. Farið var á Skagagrunn og fiskaðist vel, 6,6 tonn.

Reynir er skipstjóri og þrælgóði hásetinn er Gabríel. 

Þessi sem þið sjáið í gulum vinnubuxum er Svissneskur ferðalangur. Ég ætla bara að láta útskýringu á honum koma óbreytt frá Reyni Karls.

Svar Reynis þegar ég spurði hann hver þessi í gulu buxunum væri.

"Þetta er Svissneskur ferðalangur sem langaði alveg ógurlega að koma með í róður:) Magnaður tappi,,,,,,drullubræla og þá bara kveikti minn maður sér í sígarettu, ekkert sjóveikur.
Ég var alveg kjaftstopp.Djöflaðist með okkur í öllu,blóðgaði eins og þrælvanur og vann öll störf um borð eins og hann hafi aldrei gert annað. 
Svo bara tók hann í hendina á okkur og þakkaði fyrir sig.Sagðist ekki geta beðið eftir því að sjá svipinn á vinum sínum úti,er hann sýndi þeim allar þær myndir sem hann tók.
Algjör ævintýragæji,25 ára gamall.Gistir í tjaldi!Að vísu,þar sem leiðinlegt veður var þá splæsti hann í gistingu á Siglunes, gistiheimilinu.
Þeir eru nú ekki margir sem hafa komið mér jafn mikið á óvart:) 

Kv.Reynir"

Við þökkum Reyni og Gabríel kærlega fyrir þessar myndir og svo kemur meira af myndum frá þeim á morgun.

veiðferðGabríel Reynisson með einn vænan.

veiðferðReynir Karlsson skipstjóri bíður eftir því að sá guli komi upp.

veiðferðHér eru Gabríel og Svisslendingurinn hugaði.

veiðferðGabríel

veiðferðBlankalogn

veiðferðAf einhverjum ástæðum fannst Reyni algjörlega nauðsynlegt að senda mér myndir af þessum vinnuvetlingum. Líklega hefur það eitthvað með það sem stendur á þeim að gera, þ.e.a.s. COYS. Líklega er þetta einhvur fótbolta tengd skammstöfun. En ég veit að Reynir heldur með einhverju fótboltaliði einhverstaðar í útlöndum.


Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst