Að leikslokum
Pæjumót TM fór fram síðastliðna helgi og var helgin að vanda lífleg og skemmtileg. Um 650 keppendur voru mættir á mótið sem gekk sérlega vel að þessu sinni og fjöldi foreldra og forráðamanna með þeim.
Mikil stemning myndaðist á Sigló þar sem stelpurnar lituðu tilveruna með öllum regnbogans litum keppnistreyja sinna og ekki var betur að sjá en að þær skemmtu sér konunglega líkt og fyrri ár. Í ár voru um 100 keppendum fleiri en í fyrra en þegar mest var mættu yfir 1.000 stelpur á svæðið.
Petromyndir sjá gjarnan um að taka myndir og selja að leikslokum en á myndinni hér má sjá spennta krakkana skoða myndir helgarinnar hjá þeim.
Athugasemdir