Aðalfundur Siglfirðingafélagsins

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins Nú er nýlokið 52. aðalfundi Siglfirðingafélagins en hann var haldinn á Litlu-Brekku 31. október. Mætingin var góð og

Fréttir

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins var haldinn 31. október s.l. Rakel Björnsdóttir gaf okkur leyfi til þess að setja textann og myndina á vefinn hjá okkur.

Hérna fyrir neðan er fréttin sem birtist á vef Siglfirðingafélagsins og er skrifuð af Rakel Björnsdóttur.

Flottur aðalfundur !

Nú er nýlokið 52. aðalfundi Siglfirðingafélagins en hann var haldinn á Litlu-Brekku 31. október. Mætingin var góð og boðið upp á kaffi og upprúllaðar pönnsur. Fundarstjóri var Guðmundur Stefán Jónsson. Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2012-2103 og gjaldkeri gerði grein fyrir endurskoðuðu uppgjöri félagsins. Fjárhagsstaða félagsins er góð og því var ákveðið að halda félagsgjöldunum óbreyttum eða 1000 kr. Engar lagabreytingar voru gerðar.

Haukur Ómarsson hætti í stjórn og voru honum færðar þakkir fyrir hans störf undanfarin þrjú ár sem varaformaður félagsins. Gunnar Trausti Guðbjörnsson hætti einnig en Gunnar hefur verið viðloðandi félagið síðastliðin 40 ár. Voru honum færðar þakkir fyrir hans mikla og óeigingjarna starf í þágu félagsins í gegnum tíðina. Gunnar hefur þó ekki sagt skilið við félagið því hann mun verða stjórninni innan handar með ýmis mál.

Nýir í stjórn eru Þórunn Helga Þorkelsdóttir og Hermann Einarsson og bjóðum við þau velkomin. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund.

siglfirðingafélagidStjórn félagsins starfsárið 2013 – 2014 er þannig skipuð, talið frá vinstri: Þórunn Helga Þorkelsdóttir, Líney Rut Halldórsdóttir, Jónas Skúlason, Rakel Björnsdóttir formaður, Hermann Einarsson, Unnur Guðrún Rögnvaldsdóttir og Halldóra Jónasdóttir.

Hér er heimasíða Siglfirðingafélagsins : http://www.siglfirdingafelagid.is/

Hér eru fleiri myndir frá kvöldinu : http://www.siglfirdingafelagid.is/ljosmyndir/


Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst