Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla FB
sksiglo.is | Almennt | 13.10.2012 | 06:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 770 | Athugasemdir ( )
Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar var haldinn í Ólafsfirði s.l. þriðjudagskvöld.
Fundurinn var vel sóttur og umræða góð.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, var rætt um umferðaröryggi skólabarna í Fjallabyggð.
Fram komu nokkrar áhyggjur af öryggi ungra gangandi vegfarenda, sérstaklega þegar snjómokstur er hafinn og snjóruðningar safnast meðfram götum og jafnvel á gangstéttum.
Félagið hyggst þrýsta á bæjaryfirvöld um að umferðaröryggi barnanna verði í lagi.
Í lokin fóru fundargestir í skoðunarferð um skólahúsið með leiðsögn Jónínu skólastjóra.
Framkvæmdir við húsið eru á lokastigi, og má gera ráð fyrir að bæjarbúum verði boðið að skoða hina glæsilegu byggingu á næstunni.


Myndir og texti: GSH
Athugasemdir