Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla FB

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla FB Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar var haldinn í Ólafsfirði s.l. þriðjudagskvöld.

Fréttir

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla FB

Tveir stjórnarmenn á spjalli
Tveir stjórnarmenn á spjalli
Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar var haldinn í Ólafsfirði s.l. þriðjudagskvöld.


Fundurinn var vel sóttur og umræða góð.  

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, var rætt um umferðaröryggi skólabarna í Fjallabyggð.

Fram komu nokkrar áhyggjur af öryggi ungra gangandi vegfarenda, sérstaklega þegar snjómokstur er hafinn og snjóruðningar safnast meðfram götum og jafnvel á gangstéttum.

Félagið hyggst þrýsta á bæjaryfirvöld um að umferðaröryggi barnanna verði í lagi.

Í lokin fóru fundargestir í skoðunarferð um skólahúsið með leiðsögn Jónínu skólastjóra.

Framkvæmdir við húsið eru á lokastigi, og má gera ráð fyrir að bæjarbúum verði boðið að skoða hina glæsilegu byggingu á næstunni.








Myndir og texti:  GSH


Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst