Aðalfundur Siglufjarðardeildar Rauða Krosssins

Aðalfundur Siglufjarðardeildar Rauða Krosssins Aðalfundur Siglufjarðardeildar Rauða Krossins var haldinn fimmtudaginn 1. mars í húsnæði félagsins við

Fréttir

Aðalfundur Siglufjarðardeildar Rauða Krosssins

Aðalfundur Siglufjarðardeildar Rauða Krossins var haldinn fimmtudaginn 1. mars í húsnæði félagsins við Lækjargötu. Ólafur Sigurðsson formaður setti fundinn og bauð viðstadda velkomna.

Á fundinn komu Kristján Sturlaugsson framkvæmdarstjóri Rauða Krossins, Gunnar Frímansson varaformaður og Guðný Björnsdóttir svæðisstjóri á norðurlandi.

Framkvæmdarstjórinn fór yfir stöðu Rauða Krossins á landsvísu. Svæði Guðnýjar nær frá Hólmavík til Þórshafnar. Guðný fór yfir klæðaburð á Rauðakrossfélögum þegar þeir eru við störf sem tengjast Rauða Krossinum og tengsl við deildir ofl.

Stjórn deildarinnar var endurkjörin. Ólafur Sigurðsson formaður, Steinar Baldursson gjaldkeri, Mundína Valdís Bjarnadóttir ritati. Meðstjórnendur Margrét Guðmundsdóttir og Guðrún Ólöf Pálsdóttir.

Á fundinn mættu félagar frá Iðju dagvist og Fríða Björk Gylfadóttir listakona og afhentu þau Rauða Krossinum teppi sem saumuð eru saman úr Héðinsfjarðartreflinum. Listakonan Fríða stóð fyrir prjónaskapnum og vistmenn Iðju sjá um að sauma trefilinn saman í teppi. En ákveðið hefur verið að teppinn verði gefin til Hvíta-Rússlands.















Ólafur Sigurðsson formaður Siglufjarðardeildar



Skarphéðinn Guðmundsson fundarstjóri



Sreinar Baldursson gjaldkeri



Guðný Björnsdóttir svæðisstjóri



Kristján Sturlaugsson framkvæmdarstjóri Rauða Krossins



Fríða Björk Gylfadóttir listakona og Agnes Björnsdóttir starfsmaður Iðju dagvistar



Vistmenn Iðju dagvist með teppi



Agnes Björnsdóttir að afhenda framkvæmdarstjóranum kassa með teppum.



Stjórn deildarinnar: Ólafur, Steinar, Guðrún, Mundína og Margrét

Texti og myndir: GJS
Mynd af stjórn fengin á netinu


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst