Aðalgata lokuð austan Vetrarbrautar
Mikið hefur gengið á hér á Siglufirði í rokinu undanfarið, fjölmörg þök hafa þurft á neyðarhjálp að halda, og ýmislegt lauslegt fokið um víðan völl. Ruslatunnur fjúka mikið, þannig að fólk þarf að passa sig að verða ekki fyrir því sem kemur fljúgandi eftir götum og görðum. Skip liggja við bryggjur og komast ekki á miðin vegna brælu.
Sum hús eru orðin svo léleg að hætta skapast af brotum, þakplötum og lausadóti sem getur fokið hvenær sem er.
Þess vegna hefur Aðalgötu verið lokað austan Vetrarbrautar, en á því svæði eru gömul hús sem gætu splundrast hvenær sem er, ef rokurnar halda áfram að skella á okkur eins og undanfarna daga.
Björgunarsveitarmenn hafa staðið í ströngu undanfarið til að forða slysum og tjóni, en auðvitað er þeirra hlutverk ekki að gera við gömul og hálf-ónýt hús - í sjálfboðavinnu. Það hlýtur alltaf að vera ábyrgð húseigenda að halda húsum sínum við þannig að ekki stafi hætta af.
Myndir og texti: GSH
Athugasemdir