Aðventuhátíð fjölskyldunnar í Siglufjarðarkirkju. Myndir og myndband
sksiglo.is | Almennt | 03.12.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 502 | Athugasemdir ( )
Aðventuhátíð fjölskyldunnar var í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 1.
desember.
Fjölmenni var í kirkjunni og mikið um að vera.
Leikskóla- og kirkjuskólabörn sungu og fermingabörn lásu
Jólaguðspjallið.
Birna Björk Heimisdóttir söng einsöng en Birna er dóttir Heimis Birgissonar
og Katrínar Freysdóttur.
Anna Jóna Ingólfsdóttir gaf kirkjunni glæsilega gjöf. Anna Jóna gaf
útsaumaða mynd sem heitir Betlehem og prýðir nú safnaðarheimilið.
Sérstakur gestur var sr. Sunna Dóra Möller æskulýðsprestur við
Akureyrarkirkju sem sýndi börnunum brúðuleikrit.
Svo var boði til sannkallaðrar stórveislu eftir messu.
Fermingarbörn að lesa Jólaguðspajllið.
Jón Andrjes sá um að allt færi vel fram.
Leikskólabörn syngja fyrir kirkjugesti.
Anna
Jóna Ingólfsdóttir og sr. Sigurður Ægisson.
Það hreinlega svignaði veisluborðið undan kræsingunum.
Fjöllmenni var bæði í messunni og í safnaðarheimilinu eftir messu.
Kristján Sturlaugsson minnir óneitanlega mikið á ákveðinn jólasvein þar sem hann nælir sér í bita. (reyndar voru bitarnir
fjölmargir sem Kiddi nældi sér í).
Hér sést svo Kiddi þar sem hann raðar í sig kræsingunum og það er allt í lagið að nefna það að Kiddi var fyrstur
að veisluborðinu og svo síðastur frá því líka.
Hér standa Anna Jóna Ingólfsdóttir og hinn fjallmyndarlegi prestur okkar Siglfirðinga sr. Sigurður Ægisson við myndina
góðu.


Athugasemdir