Ævintýraljómi yfir Siglufirði

Ævintýraljómi yfir Siglufirði Þar sem ég hef vott af áhuga á ljósmyndun og því sem því fylgir, bæði myndum og myndböndum þá ákvað ég að setja nokkrar

Fréttir

Ævintýraljómi yfir Siglufirði

Þar sem ég hef vott af áhuga á ljósmyndun og því sem fylgir því ágætis áhugamáli, bæði myndum og myndböndum þá ákvað ég að setja nokkrar myndir inn sem ég hef tekið upp á síðkastið (cirka 70 myndir). Og vonandi finnst ykkur einhverjar vera jólalegar.
 
Undanfarið hefur verið alveg meiriháttar ljósmyndaveður , logn og heiðskírt, skýjað og logn, norðurljós, ekki norðurljós og svo framvegis. 
 
Þeir sem eru með ljósmyndaáhugafólk á Siglufirði hjá sér á facebook eða fara á aðrar síður í þeirra eigu hafa líklega tekið eftir myndum sem koma frá áhugaljósmyndurum sem og lærðum ljósmyndurum á Sigló sem hafa nýtt veður og birtuskilyrði vel í myndatökur. Eins og til dæmis Gunnlaugur Guðleifsson sem tekur alveg hreint magnaðar myndir sem og Kristín Sigurjóns, Björn Valdimarsson, Sigurður Ægisson, Fróði Brinks, Steingrímur Kristinsson, Sveinn Þorsteinsson, Hreiðar Jóhannsson, Kári Hreinsson, Hrönn Einarsdóttir og örugglega margir, margir fleiri. Ég mæli með því að ef þið hafið ekki séð myndirnar þeirra þá ættuð þið að kíkja á þær ef þið eigið kost á því. 
 
Aðfaranótt þriðjudagsins fór ég í smá göngutúr um miðbæinn og höfnina og svo skrapp ég í gamla kirkjugarðinn og tók svona einhvern slatta af myndum, held að ég hafi endað í 279 myndum.
 
Einhverjar myndir eru frá því síðustu helgi.
 
Ætli þetta kallist ekki "long exsposure" myndir, eða myndir sem eru teknar á frekar löngum tíma.
 
Allar myndirnar eru teknar á Siglufirði og í nágrenni Siglufjarðar, Fljótum og Héðinsfirði.
 
myndir
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 
myndirHrólfur
 

Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst