Aflaverðmæti skipa eykst

Aflaverðmæti skipa eykst Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 63 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2008 samanborið við 58,5 milljarða á sama

Fréttir

Aflaverðmæti skipa eykst

Ljósmynd mbl.is
Ljósmynd mbl.is
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 63 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2008 samanborið við 58,5 milljarða á sama tímabili árið 2007, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aflaverðmæti hefur aukist um um 4,6 milljarða eða 7,9% á milli ára. Aflaverðmæti í ágúst nam 8,9 milljörðum miðað við 6,2 milljarða í ágúst 2007.
Aflaverðmæti botnfisks janúar til ágúst 2008 nam 44,4 milljörðum og jókst um 2,6% miðað við sama tímabili árið 2007. Verðmæti þorskafla var 21,2 milljarðar og dróst saman um 1,5% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 10,2 milljörðum, jókst um 8,2% og verðmæti karfaaflans nam 4,5 milljörðum sem er 4,5% samdráttur miðað við fyrstu átta mánuði ársins 2007. Aflaverðmæti ufsa nam rúmum 4 milljörðum og jókst um rúm 40% miðað við sama tímabil árið 2007. Verðmæti flatfiskafla janúar til ágúst nam 4,1 milljarði og jókst um 22,2% frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla nam 13,6 milljörðum sem er 23,6% aukning miðað við fyrstu átta mánuði ársins 2007. Munar þar mestu um verðmæti makríls sem nam 4,4 milljörðum samanborið við 1,6 í fyrra og síld að verðmæti 4,7 milljarðar samanborið við 2,2 milljarða janúar til ágúst 2007. Verðmæti afla, sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 25,4 milljörðum króna sem er aukning um 1,3% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 7,3%, nam 8,7 milljarði fyrstu átta mánuði ársins. Aflaverðmæti sjófrystingar nam 19,7 milljörðum, jókst um 16% og verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 7,5 milljörðum sem er 28,5% aukning frá sama tímabili árið 2007.

Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst