Afmælisár SPS á næsta ári
sksiglo.is | Almennt | 13.11.2012 | 17:22 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 429 | Athugasemdir ( )
Þessa dagana er verið að undirbúa afmælisár Sparisjóðs Siglufjarðar, en Sparisjóðurinn verður 140 ára þann 1. janúar 2013.
Sparisjóður Siglufjarðar var stofnaður árið 1873, og er óhætt að fullyrða að þau eru varla mörg fyrirtækin á Íslandi svo gamalgróin.
Bæjarbúum verður boðið í afmælisfagnað í byrjun janúar, væntalega opið hús með léttum veitingum og afmælisköku, þar sem starfsfólk Sparisjóðsins tekur á móti bæjarbúum sem gefst þá einnig kostur á að skoða alla starfsemina og þiggja léttar veitingar.
Sparisjóðurinn ætlar að minna á sig og starfsemina á afmælisárinu.
Sparisjóður Siglufjarðar og Sparisjóður Skagafjarðar sameinuðust nýlega, undir nafni Sparisjóðs Siglufjarðar, en síðan var nafninu breytt í Afl Sparisjóður sem starfar undir kennitölu Sparisjóðs Siglufjarðar.
Markaðslega eru þetta áfram Sparisjóður Siglufjarðar og Sparisjóður Skagafjarðar og þjónar hvor starfsstöð sama viðskiptamannahópi og áður.
Það eru þeir Einar Pálmi frá Abbey Road auglýsingastofu og Bjarni Grímsson frá Backstage Studio sem eru núna að taka myndir af starfsfólki SPS og starfseminni á Siglufirði í tilefni afmælisins.
Veður var heldur óheppilegt til úti-myndatöku í dag, verður vonandi betra á morgun.




Myndir og texti: GSH
Heimildir: Ólafur Jónsson
Sparisjóður Siglufjarðar var stofnaður árið 1873, og er óhætt að fullyrða að þau eru varla mörg fyrirtækin á Íslandi svo gamalgróin.
Bæjarbúum verður boðið í afmælisfagnað í byrjun janúar, væntalega opið hús með léttum veitingum og afmælisköku, þar sem starfsfólk Sparisjóðsins tekur á móti bæjarbúum sem gefst þá einnig kostur á að skoða alla starfsemina og þiggja léttar veitingar.
Sparisjóðurinn ætlar að minna á sig og starfsemina á afmælisárinu.
Sparisjóður Siglufjarðar og Sparisjóður Skagafjarðar sameinuðust nýlega, undir nafni Sparisjóðs Siglufjarðar, en síðan var nafninu breytt í Afl Sparisjóður sem starfar undir kennitölu Sparisjóðs Siglufjarðar.
Markaðslega eru þetta áfram Sparisjóður Siglufjarðar og Sparisjóður Skagafjarðar og þjónar hvor starfsstöð sama viðskiptamannahópi og áður.
Það eru þeir Einar Pálmi frá Abbey Road auglýsingastofu og Bjarni Grímsson frá Backstage Studio sem eru núna að taka myndir af starfsfólki SPS og starfseminni á Siglufirði í tilefni afmælisins.
Veður var heldur óheppilegt til úti-myndatöku í dag, verður vonandi betra á morgun.




Myndir og texti: GSH
Heimildir: Ólafur Jónsson
Athugasemdir