Áheitaganga Sigurðar Hallvarðssonar til styrktar Ljósinu

Áheitaganga Sigurðar Hallvarðssonar til styrktar Ljósinu Eins og margir vita tóku starfsmenn Sparisjóðs Siglufjarðar sig til og gengu frá Ólafsfirði til

Fréttir

Áheitaganga Sigurðar Hallvarðssonar til styrktar Ljósinu

Áheitaganga Sigurðar Hallvarðssonar til styrktar Ljósinu.

 
Eins og margir vita tóku starfsmenn Sparisjóðs Siglufjarðar sig til og gengu frá Ólafsfirði til Siglufjarðar fimmtudaginn 29. ágúst til að styðja Sigga í söfnuninni fyrir Ljósið. 
 
Lagt var af stað frá Olís á Ólafsfirði klukkan 09:00 og komið til Siglufjarðar kl. 21.40 þar sem göngunni lauk við Sparisjóð Siglufjarðar.
 
Vegalengdin nálægt 62 kílómetrum.
 
Upphaflega átti að ganga í dag, föstudaginn 30. ágúst eins og Siggi en vegna slæmrar veðurspár var göngunni flýtt. 
 
Siggi gengur í dag föstudaginn 30. ágúst frá Hveragerði til Reykjavíkur  og eru vafalaust margir sem fylgjast með þessum baráttujaxli. 

Þátttökugjald var 2.000 kr sem hægt var að greiða á staðnum og eða leggja inn á reikning Ljóssins í Sparisjóði Siglufjarðar númer hans er 1102-05-403000 kt. 590406-0740  sem og frjáls framlög. 

Sparisjóðurinn styrkti gönguna með því að gefa fólki frí til þess að taka þátt sem og að leggja fé til söfnunarinnar.

Flott framtak hjá Sparisjóð Siglufjarðar og starfsmönnum Sparisjóðsins og vonandi leggja sem flestir málefninu lið.

Vilmundur Ægir var í göngunni og tók nokkrar myndir fyrir okkur í byrjun göngunnar sem koma seinna.
 
Ég tók svo rúntinn inn á Ketilás þar sem gönguhópurinn var að næra sig áður en haldið var áfram.
 
Svo að sjálfsögðu fylgdumst við með þegar göngugarparnir komu í bæinn ásamt Andra Hrannari sem keyrði fylgdarbílinn ýmist á undan eða eftir göngugörpunum. 
 
áheitaganga
 
áheitaganga
 
áheitaganga
 
áheitaganga
 
áheitaganga
 

Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst