Allt á floti sumstaðar
sksiglo.is | Almennt | 30.10.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 786 | Athugasemdir ( )
Mikið votviðri hefur verið undanfarið á Siglufirði og á tímabili hélt ég að allt vatn á Íslandi væri að safnast fyrir á Sigló.
Ansi hreint myndarlegir pollar litu dagsins ljós og einhverjir tóku ekki eftir þeim og
keyrðu beint í stærstu pollana sem virtust sameinast malbikinu á Snorragötu.
Ég náði 2 myndum af bílum þegar þeim var ekið yfir pollana. Sem
betur fer voru engir vegfarendur nálægir þegar gusurnar gengu í allar áttir.
En nú virðist mesta votviðrið vera yfirstaðið að þessu sinni og
vatnið í ögn fastara hvítu formi eins og er, sem mér persónulega finnst mjög gott.
En starfsmenn bæjarins voru ekki lengið að koma og lagfæra stíflaða
ræsið sem olli því að allt fór á flot og gusurnar gengu í allar áttir þegar bílarnir óku í gegn.
Þessi tók örugglega ekki eftir pollinum sem virtist renna saman við
malbikið á Snorrabraut.
Þessi líka. Svo hugsanlega hafa einhverjir gaman af því að renna
í gegn um pollana á góðri ferð.
Starfsmenn bæjarins voru ekki að hanga neitt við þetta og losuðu
stífluna hratt og örugglega.


Athugasemdir