Í höfn
sksiglo.is | Almennt | 27.10.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 598 | Athugasemdir ( )
Þessar myndir eru teknar þegar þeir Reynir Karls og Gabríel Reynis koma heim úr róðri sem þeir fóru 21.10.2013. Báturinn sem þeir feðgar voru á heitir Mávur SI.
Þessar upplýsingar sendi Reynir mér um sjóferðina.
Farið frá Siglufirði klukkan 21:00 (þann 20.10.2013) og stefnan tekin á
Fljótagrunn (vestur í brún).
Línan komin í hafið klukkan 00:30 og byrjuðum að draga klukkan 05:00.
Vorum 9 tíma að draga í mokfiskiríi. Vorum komnir heim klukkan 17:00 með 8,5 – 9 tonn. Góður dagur, en því miður eru þeir ekki
allir svona.
Hrikalega gaman að fá svona myndir og við þökkum Reyni og Gabríel
kærlega fyrir og vonandi fáum við að koma með þeim aftur í róður seinna.






Athugasemdir