Áreiðanlegustu mælarnir þróaðir hér á landi
sksiglo.is | Almennt | 19.11.2012 | 21:28 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 326 | Athugasemdir ( )
SM4 hitamælistafur frá POLS Engineering sem rekinn er af norsku vegagerðinni í um 1240 m h.y.s. við Mohaugen í Mið-Noregi.
Norska vegagerðin hefur jafnframt sett upp þrettán mæla og tveir mælar eru reknir í Svíþjóð.
Mælar þessir eru þróaðir af Erni Ingólfssyni hjá fyrirtækinu POLS Engineering á Ísafirði í samstarfi við Veðurstofuna.
Mælirinn, sem nefnist SM4, mælir hita með 20 cm bili í snjóþekjunni og lofti næst ofan hennar, alls 320 cm langt lóðrétt hitasnið.
Unnt er að meta snjódýpt með því að greina sveiflur hitanemanna með tíma. Hiti mældur af þeim nemum sem eru á kafi í snjó breytist hægar en hiti nemanna sem loft leikur um.
Mælarnir hafa reynst áreiðanlegasta mælitæki sem völ er á til þess að mæla snjódýpt á upptakasvæðum snjóflóða hér á landi. Aðstæður á upptakasvæðunum eru erfiðar til þess að reka aðrar tegundir mælitækja vegna hvassviðris, ísingar og örðugleika á því að framleiða nægt rafmagn til þess að reka nema og fjarskiptabúnað.
Á vefsíðu SM4 mælanna, Snowsense, er unnt að skoða niðurstöður mælanna, bæði einstök hitasnið og mat á snjódýpt á mismunandi tímum. Niðurstöður norsku og sænsku mælanna er einnig hægt að skoða á vefsíðunni.
Meiri upplýsingar um þennan mæli á ensku má finna hér
Athugasemdir