Árshátíðarandi og gleði.
Þegar Síldarverksmiðjur ríkisins voru upp á sitt besta, þá var myndin hér við hliðina tekin.
Starfsmannafélagið á Siglufirði hafði  forustu um ótal árhátíðarsamkomur. 
Bæði heima á Sigló á meðal starfsmanna þar, sem og með starfsmönnum annarra S.R. verksmiðja á landinu. 
Því tengt varu árshátíðunum, víða komið fyrir  til að jafna vegalengdir á milli staða. Allt frá Helguvíkursvæðinu, Húsavík og Akureyri. 
Þá voru nokkrar ferðir farnar á vegum starfsmannafélaganna til erlendra borga, eins og Glasgow, London og Búdapest.  
Ljósmyndin áðurnefnda var tekin árið 1987, og þetta glæsilega svið tilheyrði árshátíðinni sem haldin var á Egilsstöðum.
Þessi uppákoma er tengd einni af árshátíðunum. Þar sem ávalt var mikið fjör og góð skemmtiatriði. 
Mikið sungið og gert grín af hvor öðrum. 
Á myndinni sem tekin var árið 1987 eru, taldir frá vinstri: 
Hilmar Elefsen, þáverandi vélsmíðanemi hjá S.R., nú verkstæðisformaður SR-Vélaverkstæðis. Kristinn Bogi Antonsson, Jóhann Ragnarsson (Kambi), Þórhallur Jónasson efnafræðingur og Elvar Elefsen rennismiður. 
„Allt Siglfirðingar“
Myndina tók Guðný Ósk Friðriksdóttir.

										
										



Athugasemdir