Árleg merkjasala Systrafélags Siglufjarðarkirkju
sksiglo.is | Almennt | 25.08.2013 | 05:55 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 178 | Athugasemdir ( )
Í tilefni afmælis Siglufjarðarkirkju þann 28. ágúst nk. verður Systrafélag Siglufjarðarkirkju með árlegu merkjasölu.
Gengið verður í öll hús á Siglufirði á næstu dögum og merkið boðið til sölu. Allur ágóði rennur til viðhalds og endurbóta á kirkjunni.
Vonast félagið til að íbúar bæjarins taki jafn vel á móti Systrafélagskonum eins og verið hefur undanfarin ár.
Merkið verður einnig til sölu í Siglósport
Merkið kostar aðeins 1.000 krónur.
Mynd við frétt tók Vilmundur Ægir.
Athugasemdir