Annað ársþing UÍF og nýtt merki afhjúpað

Annað ársþing UÍF og nýtt merki afhjúpað Í gær fór annað ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, UÍF,

Fréttir

Annað ársþing UÍF og nýtt merki afhjúpað

Guðný Helgadóttir formaður UÍF að flytja skýrslu stjórnar
Guðný Helgadóttir formaður UÍF að flytja skýrslu stjórnar

Í gær fór annað ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, UÍF,

fram í íþróttamiðstöðinni að Hóli. Mættir voru 33 þingfulltrúar auk stjórnar UÍF og gesta frá UMFÍ og ÍSÍ. 

Þingið hófst á því að Guðný Helgadóttir UÍF bað fundargesti að rísa úr sætum og minnast Freys Sigurðssonar sem vann ómetanlegt starf fyrir íþróttahreyfinguna á Siglufirði meðan hans naut við.

Síðan var komið að því að draga að húni fána með nýju merki sambandsins og gera grein fyrir úrslitum í samkeppni um merki félagsins, gengu allir fundargestir út á pall og fylgdust með því þegar hinn nýi fáni var dreginn upp.  

Alls bárust 31 tillaga í samkeppnina frá 11 aðilum og var dómnefnd sammála um að tillaga Jóns Ingibergs Jónsteinssonar bæri af og varð hún fyrir valinu. Þess má geta að Jón er barnabarn Jóns Þorsteinssonar skíðakappa frá Siglufirði og ánafnaði hann Skíðaminjasafninu á Siglufirði verðlaunafénu, sem var 30.000 kr, til minningar um afa sinn.

Þá hófust hefðbundin aðalfundarstörf, formaður fór yfir það mikla starf sem unnið hefur verið á árinu, reikningar hins nýja félags eru í góðu horfi og voru samþykktir samhljóða, nokkrar minniháttar lagabreytingar voru samþykktar og loks voru kosnir þrír nýir aðilar í stjórn og Guðný Helgadóttir var endurkjörinn formaður.

Fulltrúar ÍSÍ og UMFÍ fluttu góðar kveðjur frá sínum höfuðstöðvum og lýstu yfir mikilli ánægju með það blómlega íþróttastarf sem fram færi í sveitarfélaginu. 

Einnig voru þau mjög ánægð með starfsemi hins nýja sambands og þann samhljóm sem þau fundu á þessu þingi.  Varaformaður UMFÍ veitti síðan tveimur einstaklingum starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf innan ungmennafélagshreyfingarinnar  undanfarna áratugi en þetta voru þeir Jón Konráðsson og Þórarinn Hannesson.




Gjaldkerinn Sigurður Gunnarsson að fara yfir reikninga.



Björg Jakobsdóttir varaformaður UMFÍ.



Friðrik Einarsson er í framkvæmdarstjórn ÍSÍ.



Unnar Már Pétursson formaður frístundanefndar Fjallabyggðar.



Þórarinn Hannesson fékk starfsmerki UMFÍ.



Guðný Helgadóttir formaður UÍF, tekur við starfsmerki UMFÍ fyrir Jón Konráðsson.



Guðný, Þórarinn, og Björg Jakobsdóttir.



Þingfulltrúar.



Þingfulltrúar.



Þingfulltrúar.

Texti. ÞH
Ljósm. GJS







Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst