Barna og unglingadagur Stangveiðifélags Siglfirðinga
sksiglo.is | Almennt | 25.07.2013 | 14:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 185 | Athugasemdir ( )
Næst komandi sunnudag 28.07.2013 stendur Stangveiðifélag Siglfirðinga fyrir barna og unglingadegi í Héðinsfjarðará.
Félagsmenn geta þá komið með börn sín og fengið að renna í hina rómuðu Héðinsfjarðará.
Veiðitíminn er frá kl. 10 um morguninn til kl. 22 um kvöldið.
Þeim félagsmenn sem ætla að fá að koma með börnin sín til veiða eru beðnir um að hafa samband við Þorgeir í síma 861-5980 svo hægt sé að raða deginum niður.
Vinsamlega athugið að þetta er einungis fyrir börn félagsmanna.
Athugasemdir