Bátur smíðaður í Slippnum
sksiglo.is | Almennt | 08.10.2011 | 16:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 989 | Athugasemdir ( )
Í gær var lagður kjölur að nýjum bát í gamla Slippnum hér í bæ. Það er Síldarminjasafnið sem stendur fyrir þessari smíði og er það samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið.
Þetta verkefni er í námskeiðsformi og er Skúli Thoroddsen yfirsmiður og kennari. Báturinn er smíðaður úr furu og verður nálægt 6 m að lengd og verður eftirmynd Hindisvíkurbátsins sem fenginn var að láni frá Byggðasafninu að Reykjum í Hrútafirði.
Þessi gamli bátur er frá árinu 1876 og er einn mjög fárra norðlenskra árabáta sem varðveist hafa frá svo gamalli tíð. Ætlunin er að vinna að bátnum í 3 vikur nú í haust og taka svo til við hann síðvetrar og verður þá væntanlega fylgst með verkinu hér á fréttasíðunni.

Skúli Tóroddssen yfirsmiður og Hjalti Gunnarsson

Ragnar Aðalsteinsson og Ingimar Vignisson

Báturinn með grænuröndinni var smíðaður í fyrra fyrir Síldarminjasafnið

Vélarnar í slippnum eru komnar til ára sinna, en eru áfram notaðar við bátasmíði







Texti: ÖK
Myndir:GJS
Þetta verkefni er í námskeiðsformi og er Skúli Thoroddsen yfirsmiður og kennari. Báturinn er smíðaður úr furu og verður nálægt 6 m að lengd og verður eftirmynd Hindisvíkurbátsins sem fenginn var að láni frá Byggðasafninu að Reykjum í Hrútafirði.
Þessi gamli bátur er frá árinu 1876 og er einn mjög fárra norðlenskra árabáta sem varðveist hafa frá svo gamalli tíð. Ætlunin er að vinna að bátnum í 3 vikur nú í haust og taka svo til við hann síðvetrar og verður þá væntanlega fylgst með verkinu hér á fréttasíðunni.
Skúli Tóroddssen yfirsmiður og Hjalti Gunnarsson
Ragnar Aðalsteinsson og Ingimar Vignisson
Báturinn með grænuröndinni var smíðaður í fyrra fyrir Síldarminjasafnið
Vélarnar í slippnum eru komnar til ára sinna, en eru áfram notaðar við bátasmíði
Texti: ÖK
Myndir:GJS
Athugasemdir