Bjarki Már Árnason hefur skipt yfir í 2. deildarlið KF

Bjarki Már Árnason hefur skipt yfir í 2. deildarlið KF Bjarki Már Árnason hefur skipt yfir í 2. deildarlið KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Bjarki

Fréttir

Bjarki Már Árnason hefur skipt yfir í 2. deildarlið KF

Bjarki Már Árnason hefur skipt yfir í 2. deildarlið KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Bjarki hefur verið lykilmaður hjá Tindastóli undanfarin ár en hann var í liði ársins í annarri deildinni síðastliðið sumar sem og árið 2009.

KF hafnaði í sjötta sæti 2. deildarinnar í fyrra en Tindastóll vann deildina og spilar í 1. deild á komandi sumri. Bjarki er mjög góður styrkur fyrir komandi átök hjá KF og er ljóst að leikmannahópurinn er nánast að verða tilbúinn fyrir komandi sumar.

KF tekur þátt í lengjubikarnum sem fer fram í mars og apríl, nánar verður fjallað um það síðar.

Texti og mynd: Aðsent




Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst