Bjartur og fallegur dagur á skíðasvæðinu í dag
sksiglo.is | Almennt | 01.02.2013 | 14:23 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 511 | Athugasemdir ( )
Það verður mikið um að vera á Skíðasvæðinu í Skarðsdal um helgina.
Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 14-19.
Veðrið kl 13:00 VSV gola, frost 5 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Flott veður og flott færi.
Brettasýning kl 21:00 í kvöld við Síldaminjasafnið (Opið í dag 14-19)
Brettasýning í fjallinu laugardaginn 2. febrúar kl 13.00 á neðstsvæðinu. (Opið kl 10-16)
Brettakeppni í fjallinu á sunnudaginn 3. febrúar kl 13:00 neðstasvæðinu. (Opið kl 10-16)
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
Athugasemdir