Björn Valdimarsson með nýja ljósmyndasíðu
sksiglo.is | Almennt | 15.12.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 695 | Athugasemdir ( )
Ég heyrði af því að ný myndasíða væri kominn í loftið og Björn Valdimarsson sem væri eigandi af þessari síðu.
Björn Valdimarsson er búin að vera að taka myndir í yfir 20 ár og margar
hverjar eru stórglæsilegar.
Nýlega var Björn með sýningu sem lauk nú í vikunni. Sýningin
var í Bláa húsinu á Rauðku torgi og var hann með sýninguna ásamt þremur öðrum áhugaljósmyndurum sem fékk
mjög góð viðbrögð.
Björn
sagði mér frá því að myndirnar á þessari síðu eru flestar teknar hér á Norðurlandi síðustu árin og er
þeim skipt niður í nokkrar seríur, m.a. eru myndir af vegum á Tröllaskaga, gömlum hlutum og mannvirkjum í náttúrunni sem og
mannlífsmyndir frá Siglufirði.
Hér er
slóð á síðuna : bjornvald.is
Athugasemdir