Gunnar og Björn heiðraðir
sksiglo.is | Almennt | 06.06.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 399 | Athugasemdir ( )
Í sjómannamessu í Ólafsfjarðarkirkju í gær voru þeir félagar og samstarfsmenn til margra áratuga, Gunnar Sigvaldason stjórnarformaður Ramma og Björn Kjartansson fv. skipsstjóri á Mánabergi, heiðraðir fyrir áratugastörf að útgerð og sjósókn í Ólafsfirði.
Meðfylgjandi myndir tók Guðný Ágústsdóttir við athöfnina í gær af þeim Gunnari, Birni og eiginkonum þeirra, þeim Báru Finnsdóttur og Svövu Jóhannsdóttur.
Bára Finnsdóttir, Gunnar Sigvaldason, Björn Kjartansson, og Svava Jóhannsdóttir.
Heimasíða: Ramma hf
Athugasemdir