Blak-orrusta aldarinnar
sksiglo.is | Almennt | 25.07.2013 | 12:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 454 | Athugasemdir ( )
Nú er komið að því. Klukkan 18 í dag verður blak orrusta
aldarinnar háð á strandblak vellinum á Rauðku lóðinni.
Þessi 2 lið hafa elda grátt silfur (sem er eins og hárið á Gulla
Stebba) saman í mjög stuttan tíma.
Stelpu og stráka liðið eða það heitir lið Gulla Stebba og Hrafnhildar
Theodórs munu etja kappi við Sand-Svínin en það eru Ómar Óskars og Hrólf Baldurs með það ansi hreint þjála nafn á
keppnisliði sínu.
Sand-Svínin vita í raun ekkert hvað þau eru að fara út í en
vonandi verður þetta í lagi. Stelpu og stráka liðið eru töluvert meira inn í blak heiminum þannig að ég myndi beina þeim
tilmælum til þeirra sem ætla að veðja upp á úrslitin að hafa samband við veðbanka og veðja á Stelpu og stráka
liðið.
Annars gæti þetta dregist eitthvað á langin, eins og nafnið gefur til
kynna þá eru Sand-Svínin alls ekki með gott úthald.
Við vonum alveg innilega að sem fæstir komi og horfi á þessar aðfarir
á annars ágætri íþrótt.
Athugasemdir