Blakbærinn Siglufjörður

Blakbærinn Siglufjörður Mikil hefð er fyrir blakíþróttinni á Siglufirði. Í morgun hófst Öldungamótið í blaki í Fjallabyggð og Dalvík. Eins og áður hefur

Fréttir

Blakbærinn Siglufjörður

Mikil hefð er fyrir blakíþróttinni á Siglufirði. Í morgun hófst Öldungamótið í blaki í Fjallabyggð og Dalvík. Eins og áður hefur verið sagt eru 142 lið sem taka þátt í mótinu eða í kringum 1.100 keppendur af öllu landinu sem er fjölgun um 16 lið frá síðustu tveimur mótum.

Ástæða fjölgunar er einföld segir Óskar Þórðarson Öldungur 2012. Fólk er að vakna til vitundar og uppgötva þessa göfugu íþrótt og þann stórkostlega félagsskap sem blakíþróttin gefur af sér.

Í ár hafa tæplega 70 manns á aldrinum 17-75 ára iðkað blak hjá Hyrnunni og Súlum. Síðastliðið vor var síðan glæsilegur og vel staðsettur strandblaksvöllur víður á Siglufirði og var völlurinn mjög vel nýttur um sumarið.

Hér á eftir koma myndir frá mótinu í íþróttahúsinu á Siglufirði í morgun. Myndir frá Ólafsfirði og Dalvík koma síðar.

Uppselt er á lokahófið og dansleikinn í íþróttahúsinu á Siglufirði.



























Eldhúsið



Strandblaksvöllurinn á Siglufirði



Vinsæll völlur



Sama



Sama



Sama

Texti og myndir: GJS




Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst