Andköf kynnt á Siglufirði
Ragnar Jónasson rithöfundur kynnti nýjustu bók sína, Andköf, í Ljóðasetrinu síðastliðinn laugardag. Þetta er fimmta bók Ragnars og fjórða bókin í Siglufjarðarsyrpunni.
Persónulega hafði ég mjög gaman af að hlusta á höfundinn lesa upp úr bókinni auk þess sem Ragnar lýsti staðháttum og sýndi myndir af þeim stað þar sem sagan gerist að mestu leyti, en það er í Kálfshamarsvík norðan Skagastrandar. Eftir sem áður er Ari Þór Arason lögreglumaður á Siglufirði aðalpersóna bókarinnar.
Ekki var annað að heyra en að fólk hafi haft gaman af upplestrinum, myndunum og spjalli við rithöfundinn. Eftir upplesturinn áritaði Ragnar bók sína í Samkaup/Úrval og virtist nóg vera að gera hjá honum við að árita.
Tvær af bókum Ragnars hafa komið út hjá þýska útgáfurisanum Fischer, Schneebraut (Snjóblinda) og Todesnacht (Myrknætti). Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Sagafilm vinna nú að undirbúningi sjónvarpsþátta sem byggja á bókum Ragnars.
Rætt var við Ragnar á útvarpsstöðinni Trölla á laugardagsmorgun milli kl. 11-12, í þættinum Tveir á móti einum. Hægt er að hlutsta á viðtalið hér: fm.trolli.is
Heiðrún Sveinsdóttir fjallaði um nýju bókina á bókaspjalli Eymundsson á Facebook. "Ég byrjaði á þessari í strætó, neyddi mig til að borða aðeins þegar ég kom heim, og nú er ég búin. Hún byrjar frekar rólega en hægt og rólega birtast fleiri bútar í púsluspilið. Samtals er um 4 dauðsföll/morð að ræða - og málið er leyst á síðustu blaðsíðunum. Góður krimmi, og hliðarsögurnar eru mjög góðar."
Meðfylgjandi myndir voru teknar á laugardaginn.
Hér er Ragnar að sýna myndir og lýsa staðháttum þar sem sagan gerist, en það er í Kálfhamarsvík norðan
Skagastrandar.
Jafnt ungir sem eldri hlustuðu af athygli á Ragnar.
Þessir spáðu og speggúleruðu í staðhætti á söguslóð.
Dóttir Ragnars, var föður sínum stoð og stytta þegar hann las upp úr bókinni.
Mikið var spjallað og rætt eftir upplesturinn hjá Ragnari.
Frá vinstri. Guðmundur Skarphéðinsson, Björn Valdimarsson, Örlygur Kristfinnsson og Ragnar Jónasson ræða um bókina eftir
upplestur.
Þórarinn Hannessoní Ljóðasetrinu og Ragnar Jónasson.
Sigurður Ægisson og Þórarinn Hannesson.
Hér er Ragnar í útvarpsviðtali í þættinum Tveir á móti einum á fm.trolli.is
Eftir upplestur og kynningu bókarinnar fór Ragnar í Samkaup úrval þar sem hann áritaði bækur.
Hér er Ragnar að árita bókina fyrir Sigurð Hlöðversson. Þá vitum við hvað við fáum í jólagjöf
frá Sigga Hlöðvers. Ég bíð allavega snarspenntur eftir jólagjöfinni minni frá Sigga.



Athugasemdir