Siglfirsk síldarsaga á erlendri grundu.
sksiglo.is | Almennt | 19.07.2012 | 05:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 342 | Athugasemdir ( )
„Bókin Saga úr síldarfirði og vatnslitamyndir úr bókinni eru nú til sýnis á Norrænu
strandmenningarhátíðinni "Nordisk kystkulturstævne 2012" í Ebeltoft í Danmörku. www.ebeltoft2012.dk Bæði bókin og listsýningin hafa fengið ómælda athygli og lof
hátíðargesta.
Það er samróma álit fulltrúa norrænu strandmenningarsamtakanna að bókina verði að þýða á aðra norræna tungu þar sem hún hefur að geyma einstaka og mikilvæga heimild um þátt norrænnar strandmenningar“.Þetta skrifar Sigurbjörg Árnadóttir formaður Íslenska vita- og strandmenningarfélagsins, en félagið annaðist þátttöku á hátíðinni fyrir Íslands hönd.
Meðal annars var framlag þess umrædd sýning á myndunum og bók Síldarminjasafnsins. Þess má geta að bókin var kynnt á Bókamessunni miklu í Frankfurt í fyrra og fleiri erlendum bókakynningum. Þá er fyrirhugað að sýningin fari til Vestmannaeyja haustið 2013.

Heimasíða: http://sild.is/
Athugasemdir