Bókarkynning í Héðinsfirði

Bókarkynning í Héðinsfirði Ragnar Jónasson kynnti nýjasta Siglufjarðar- krimmann sinn, Rof, í Héðinsfirði í dag kl. 14.   Bókin er á

Fréttir

Bókarkynning í Héðinsfirði

Ragnar Jónasson með nýju bókina
Ragnar Jónasson með nýju bókina


Ragnar Jónasson kynnti nýjasta Siglufjarðar- krimmann sinn, Rof, í Héðinsfirði í dag kl. 14.  

Bókin er á sérstöku tilboði í Samkaupum Siglufirði.
 



Eins og kunnugt er fór Héðinsfjörður í eyði árið 1951, en í nýju bókinni er sögð saga tvennra ungra hjóna sem fluttu í fjörðinn árið 1955 og tóku sér búsetu við austanvert Héðinsfjarðarvatn. 

Dvölin fær snöggan endi þegar önnur kvennanna deyr með dularfullum hætti - og hálfri öld síðar finnst gömul ljósmynd sem bendir til þess að hjónin hafi ekki verið ein í firðinum.

Við ritun sögunnar leitaði Ragnar meðal annars fanga í bókum afa síns heitins, Þ. Ragnars Jónassonar fræðimanns og bæjargjaldkera á Siglufirði, í ritröðinni Úr Siglufjarðarbyggðum, til þess að gefa lesendum sem besta innsýn inn í lífið í þessum afskekkta firði á árum áður, en bókin er tileinkuð minningu Þ. Ragnars og konu hans, Guðrúnar Reykdal.    

        




Myndir: Hreiðar Jóhannsson
Texti: Aðsent

Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst