Botnaleið úr Fljótum 23. júlí kl. 14:00
sksiglo.is | Almennt | 20.07.2011 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 284 | Athugasemdir ( )
Það varð ekkert af göngunni 16. júlí. Norðan þokan lá þétt yfir fjöllunum og það var
ekkert vit í því að arka blindandi frá einum firði í annan. En það dugar ekki að gefast upp! Við viljum gera aðra tilraun með
Botnaleið og stefnum nú að því að fara í gönguna á laugardaginn kemur (23. júlí). Ef veðurguðirnir verða okkur
hliðhollir þá verður brottför kl. 14:00 frá torginu.
Leið: Lambanes-Reykir – Nautadalur – Botnaleiðarskarð – Botnar – Hólsdalur.
Vegalengd: 9-10 km. Mesta hæð: 710 m. Göngutími: 4-5 klst.
Fararstjóri: Gestur Hansson Verð: 1500 kr. Rúta er innifalin í verðinu.
Brottför frá Hóli klukkan 23. júlí, kl. 14:00. Skráning í síma 869-3398 & 898 4939.
Leiðarlýsing:
Ferðin hefst við Lambanes-Reyki og er stikum fylgt þaðan upp norðurhlíð Nautadals eftir bolahrygg. Hryggurinn mun vera nefndur eftir hinum fræga Þorgeirsbola sem á að hafa drepið þar ferðamenn snemma á 19. öld. Við enda Bolahryggs, fyrir ofan botn Nautadals er haldið til norðausturs í Botnleiðarskarð.
Þar sést í suðaustri Almenningshnakki (929 m). Fjallið Blekkill blasir við í austri en í norðri Selfjall. Fljótamegin er þessi fjallabálkur nefndur einu nafni Siglufjarðarfjöll. Úr skarðinu er bratt niður í Botna, þar í miðju skálarhvolfinu er Botnaleiðarhóll. Af honum sér niður í Siglufjörð og er gengið niður með Blekkilsánnni og tekur þá við vel gróinn Geldingahlíð milli Blekkilsár og Selár og þaðan er komið niður að vatnsbóli Siglufjarðar í Hólsdal.
Heimasíða ferðafélagsins. fs.fjallabyggd.is
Texti og mynd: Aðsent.
Leið: Lambanes-Reykir – Nautadalur – Botnaleiðarskarð – Botnar – Hólsdalur.
Vegalengd: 9-10 km. Mesta hæð: 710 m. Göngutími: 4-5 klst.
Fararstjóri: Gestur Hansson Verð: 1500 kr. Rúta er innifalin í verðinu.
Brottför frá Hóli klukkan 23. júlí, kl. 14:00. Skráning í síma 869-3398 & 898 4939.
Leiðarlýsing:
Ferðin hefst við Lambanes-Reyki og er stikum fylgt þaðan upp norðurhlíð Nautadals eftir bolahrygg. Hryggurinn mun vera nefndur eftir hinum fræga Þorgeirsbola sem á að hafa drepið þar ferðamenn snemma á 19. öld. Við enda Bolahryggs, fyrir ofan botn Nautadals er haldið til norðausturs í Botnleiðarskarð.
Þar sést í suðaustri Almenningshnakki (929 m). Fjallið Blekkill blasir við í austri en í norðri Selfjall. Fljótamegin er þessi fjallabálkur nefndur einu nafni Siglufjarðarfjöll. Úr skarðinu er bratt niður í Botna, þar í miðju skálarhvolfinu er Botnaleiðarhóll. Af honum sér niður í Siglufjörð og er gengið niður með Blekkilsánnni og tekur þá við vel gróinn Geldingahlíð milli Blekkilsár og Selár og þaðan er komið niður að vatnsbóli Siglufjarðar í Hólsdal.
Heimasíða ferðafélagsins. fs.fjallabyggd.is
Texti og mynd: Aðsent.
Athugasemdir