Dagný, getur þú aðstoðað mig!

Dagný, getur þú aðstoðað mig! Ég hugsaði með mér þar sem ég stóð enn og aftur í neðstu tröppu og horfði mæðulega á miðann sem var á lyftunni "nei, hættu

Fréttir

Dagný, getur þú aðstoðað mig!

Þegar ég kom enn og aftur í ráðhúsið 18 mars síðastliðinn ,til þess að hitta á verkfræðingana þar þá var lyftan ennþá biluð. Ég hugsaði með mér þar sem ég stóð enn og aftur í neðstu tröppu og horfði mæðulega á miðann sem var á lyftunni "nei, hættu nú alveg. Nú geri ég eitthvað í þessu".

Brá ég á það ráð að hringja upp og byðja Dagný að koma niður og halda á mér upp, sem og hún gerði með miklum glæsibrag. Hún var að vísu örlítið móð þegar við komum upp en ég held jafnvel að hún hafi haft gaman að þessu. Tel ég því að það sé alveg óhætt að hringja í hana ef þið komið í ráðhúsið og sjáið ykkur til skelfingar að lyftan sé í ólagi.

Einnig tók ég eftir legubekk eða svefnsófa á næst-efstu millihæðinni þarna ásamt alveg ljómandi fínu blómi til hliðar sem heitir örugglega Jukka, Drekatré eða Norðmannsþinur. Þetta eru nú eiginlega einu blómanöfnin sem ég man eftir frá því að mamma var með blómabúðina hérna í den, jú og fresíur í plastskál fyrir jólin.

Myndir fyrir ykkur.

Lyftan enn biluð

Lyftan í ólagi.

Lyftan enn biluð

Treflakúlan góða. Það kemst alveg pottþétt vatnstankur við hliðina á henni.

Lyftan enn biluð

Svefnsófinn góði og blómið.

Lyftan enn biluð

Lyftan enn biluð

Lyftan enn biluð

Og svo síðast en ekki síst, Dagný að bera mig upp.

Lyftan enn biluð

Ég verð nú bara að viðurkenna það að þetta er þægilegur ferðamáti.


Myndir og texti: Hrólfur Baldursson


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst