Dagur Íslenskrar tungu 16. nóvember

Dagur Íslenskrar tungu 16. nóvember Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Þessa

Fréttir

Dagur Íslenskrar tungu 16. nóvember

Örlygur að slá til tunnu
Örlygur að slá til tunnu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Þessa hátíðardags er minnst með margvíslegum hætti um land allt og til að mynda er nú haldin bókavika í Leikskóla Fjallabyggðar.

Grunnskóli Fjallabyggðar hélt upp á daginn með því að bregða út af hefðbundinni kennslu og 7. bekkur heimsótti bæði Síldarminjasafnið og Bókasafn Fjallabyggðar. Á Síldarminjasafninu tóku Rósa og Örlygur á móti börnunum í Bátahúsinu.

Örlygur hleypti af stokkunum og sýndi gömul handbrögð með fornum verkfærum, díxli og drífholti, og sló botn úr tunnu og í hana aftur. Rósa fór um borð í Sigurvin, bát Gústa guðsmanns og fór yfir heiti hinna ýmsu hluta bátsins.

Að verkefnavinnu lokinni létu gestirnir fara vel um sig í stórum nótabát á meðan lesið var upp úr bókinni Saga úr síldarfirði, eftir Örlyg. Börnin voru alls 28, enda bæði nemendur úr Ólafsfirði og Siglufirði.













Texti: Rósa Margrét Húnadóttir
Myndir: GJS



Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst