Dalabyggð skorar á þingmenn
Byggðarráð Dalabyggðar lýsir yfir undrun og vonbrigðum með einhliða ákvörðun ríkisins um að lækka fasteignaskatt af opinberu húsnæði í eigu ríkisins úr 1,32% í 0,88% af fasteignamati.
Tillaga um þetta var lögð fram á Alþingi í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009.Í bókun byggðaráðs Dalabyggðar kemur eftirfarandi fram: Þann 2. apríl sl. var undirritaður nýr samstarfssáttmáli á milli ríkis og sveitarfélaga sem átti að tryggja að einhliða ákvarðarnir sem þessi heyrðu sögunni til. Dalabyggð skorar á þingmenn að samþykkja ekki framkomnar tillögur um lækkun fasteignaskatts á húsnæði í eigu ríkisins. Skerðing tekjustofna sveitarfélaganna er vanhugsuð aðferð til sparnaðar enda eru sveitarfélögin hornsteinn þjónustu við íbúana. Við núverandi aðstæður ætti þvert á móti að efla tekjustofna sveitarfélaganna þar sem þau eru ein mikilvægasta stoðin við uppbygginguna sem framundan er.
Athugasemdir