Tónleikar í Þjóðlagasetrinu
Tónleikar í Þjóðlagasetrinu fimmtudaginn 9. ágúst, kl. 20:00. Miðaverð 2.000 krónur. Dúoið Páll Palomeres og Ögmundur Þór Jóhannesson
flytja þjóðlega tónlist frá ýmsum löndum:
Frá Spáni koma sönglögin eftir Manuel de Falla, sem eru ein af hans vinsælari kammerverkum og eru til í mörgum útsetningum, en var samið upprunalega fyrir söngrödd og píanó. Mikill kontrast er á milli laganna, sum eru mjög lýrísk og tregakennd, en önnur eru í dæmigerðum spænskum kröftugum karakter.
Frá Austur Evrópu koma svo lokkandi rúmenskir þjóðdansar í útsetningu ungverska tónskáldsins Bela Bartók sem var þekktur fyrir þjóðlagasöfnun sína. Frá Argentínu, mekka tangósins fáum við að njóta eitt af vinsælustu konsertverkum Astor Piazzolla, sem með sínum 4 köflum skrifuðum hver í sínu tónmáli og andrúmslofti, spanna sögu tangósins. Stíll Niccolo Paganinis er hvað alþjóðlegastur, en sónatan hans er skrifuð í anda Vínarklassíkur…
Ögmundur Þór Jóhannesson, gítarleikari
Texti og mynd: Aðsent

Athugasemdir