Fróđleiksmoli - Díxill

Fróđleiksmoli - Díxill Díxill, beykisöxi, er helsta verkfćri beykisins, tunnusmiđsins og eitt af einkennistáknum síldarsöltunar um aldir. Díxillinn var

Fréttir

Fróđleiksmoli - Díxill

Díxlar
Díxlar
Díxill, beykisöxi, er helsta verkfćri beykisins, tunnusmiđsins og eitt af einkennistáknum síldarsöltunar um aldir. Díxillinn var notađur viđ alla tunnuvinnu, allt frá smíđi hennar og ađ eftirsóttri markađsvöru; full tunna af gómsćtri og hollri fćđu.


Međ díxlinum er botninn sleginn úr tunnunni og í hana aftur.
Botninn tekinn úr: Ađ slá upp, uppsláttur.
Botninn settur í: Slegiđ til, tilsláttur.
Díxilmenn hétu ţeir sem höfđu ţennan starfa á hverri söltunarstöđ.

Díxlarnir voru nokkuđ misjafnir ađ stćrđ og ţyngd, ţannig voru uppsláttardíxlar ađ jafnađi léttari en tilsláttardíxlar.

Díxillinn er eins og blanda af hamri og öxi, međ mjóu bognu blađi og all efnismiklum skalla.
Beitt og hvasst blađiđ á “axar” hluta díxilsins var fyrst og fremst notađ til ađ höggva til svigaböndin á međan ţau voru notuđ sem gjarđir til ađ halda saman tunnunni. Hvert svigaband höggviđ í hćfilega lengd og síđan voru höggvin hök í báđa enda trébandsins ţannig ađ ţau gripu hvort á móti öđru og “lćstu” hringnum. Til ţessa verks og til ađ reka svigana á tunnurnar voru notađir bandadíxlar sem voru minni og nettari en járngjarđa-díxlarnir.

Orđiđ díxill er tökuorđ í íslensku, sennilega komiđ frá Noregi ásamt ţeirri ţekkingu sem fylgdi notkun verkfćrisins. Til Norđurlanda hefur verkfćriđ og nafniđ upphaflega komiđ frá Hollandi – ađ líkindum, ţví ţar var upphaf gríđarmikillar tunnunotkunar fyrir síldarsöltun.
Ţannig barst verkţekkingin og orđanotkun henni tengd frá einni ţjóđ til annarrar. Og í samhengi síldarsögunnar má segja ađ einn kenndi öđrum ađ veiđa og verka síld – til ađ afla fćđu og auđgast!
Verkfćrin, ţekkingin og tungutakiđ fluttist frá einni ţjóđ til annarrar.

hollenska: dissel
ţýska: deichsel, dechsel
norska: diksel
finnska: dikseli
íslenska: díxill, dixill
Á myndinni eru tilsláttardíxill međ botnajárni í stađ axarblađs, venjulegur (gamall) tilsláttardíxill og bandadíxill.

Síldarminjasafn Íslands - ök


Athugasemdir

23.júní 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst