Drangar í Tveir á móti e1num. Myndband
sksiglo.is | Almennt | 17.11.2013 | 13:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 544 | Athugasemdir ( )
Drangar voru með tónleika á Kaffi Rauðku laugardagskvöldið 16. nóv
Miklar væntingar voru hjá Fjallbyggðingum fyrir tónleikunum.
Það er alveg óhætt að segja að tónleikarnir hafi farið
langt fram úr öllum væntingum. Þetta var algjörlega magnað kvöld og spilagleðin hjá Dröngunum var algjör. Þetta var eins og sumir
sögðu tónlistar veisla.
Skemmtilegir Dranga-drengirnir og ég mæli sterklega með nýja disknum þeirra
sem heitir einfaldlega bara Drangar.
Drangarnir komu í spjall og spilerí í útvarpsþáttinn Tveir
á móti e1num á laugardagsmorguninn. Þar tóku þeir 2 lög og að sjálfsögðu var það tekið upp á tölvutækt
myndbandsform sem við ætlum að lofa ykkur að sjá.
Þátturinn verður endurfluttur á fm.trolli.is í dag sunnudaginn 17.nóv kl.16:00 á 103,7MHz á stór Fjallabyggðarsvæðinu og á netinu.
Einnig er hægt að hlusta á þáttinn ef farið er beint inn á
fm.trolli.is og smella á 16. nóv inn á Tveir á móti e1num.
Athugasemdir