Dúi Ben með nýja plötu

Dúi Ben með nýja plötu Dúi Ben eða Kristján Dúi Benediktsson gefur út geisladisk með lögum sem hann hefur sungið í gegn um tíðina. En nú um jólin kemur út

Fréttir

Dúi Ben með nýja plötu

Dúi Ben eða Kristján Dúi Benediktsson gefur út geisladisk með lögum sem hann hefur sungið í gegn um tíðina. En nú um jólin kemur út nýr 12 laga geisladiskur sem ber nafnið Kveðja frá Dúa Ben og á disknum eru dægurperlur sem Dúi hefur sungið í gegnum tíðina

Ég fékk fréttir af því að Dúi Ben væri að gefa út disk og sendi honum línu og spurningar um það hvað Dúi væri búinn að vera lengi í mússik, hvernig mússikáhuginn kviknaði og eins um hljómsveitirnar og spilerýið sem hann hefur tekið þátt í í gegn um tíðina.  Eins spurði ég hann hvað hann væri að aðhafast fyrir utan tónlistina.

Og hér kemur svarið frá Dúa.

 
Ég er að fagna um þessar mundir 30 ára starfsafmæli í tónlist því fannst mér tilvalið að fagna þessum tímamótum með diski.

Þetta hófst nú allt saman þegar ég var 12 ára gamall þá vorum við strákarnir að labba fram hjá Sjálfstæðishúsinu og heyrðum trommuleik, þá var hann Rabbi í Gautum að kenna á trommur og spurði okkur strákana hvort við vildum ekki prófa. Eftir þetta var ekki aftur snúið og ég man ennþann dag  þegar ég hlóp heim af æfingu og sagði við mömmu að ég ætlaði að fara að læra á trommur hjá Rabba. Þegar í gagnfræðaskólanum stofnuðum við hljómsveit sem við köllluðum Prímus ég var á trommur, Baldur Jörgen Dan og Lárus Ingi Guðm á gítar, Viddi Bö á bassa og Kristjbjörn Bjarna söng, það voru margir sem fóru í gegnum þetta unglingaband s.s. Steina Matt og Guðlaug Sverris söngkonur, Gummi karate hljómborð og fl fl..

Á þessum árum var mikil gróska í tónlistarlífinu á Sigló , starfandi hljómsveitir voru Gautar, Miðaldamenn, Öldin okkar og fullt að gerast í tónskólanum. Ég var svo heppinn að hafa kynnst mönnum eins og Atla Guðlaugs sem setti mikinn svip á tónlistarlífið í bænum á þessum tíma.

Það urðu ákveðin straumhvörf árið 1982 þegar við bræðurnir hófum samstarf með Stúlla Kristjáns í Miðaldamönnum. Þetta var gríðalega skemmtilegur tími og spiluðum við á dansleikum víða um land í mörg ár, síðustu 10 árin var ég svo að spila með Stúlla þá undir nafninu Stúlli og Dúi.

Ekki má gleyma öllum þeim tónlistaruppákomum og tónleikum sem ég tók þátt í með Stúlla og fleiri ágætum tónlistarmönnum.

Eftir að ég flutti suður  fór að starfa sem gæðastóri hjá Sæmark sjávarafurðum sem sér um sölu á ferskum og frosnum fiski fyrir fiskframleiðendur á Íslandi , ég hef ekki sagt skilið við tónlistina og er að spila með Hauki Ingibergssyni í hljómsv Klassík og einnig leysi ég af á trommum  í hljómsveitinni Upplyftingu.

Ég verð á Sigló á fimmtudag og föstudag í næstu viku til að kynna plötuna nánar.
 
 Diskurinn kemur í verslanir fimmtudaginn 19 des og verður seldur í verslunum Samkaupa á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Nettó Akureyri, einnig mun diskurinn verða seldur á bensínstöðinni á Siglufirði.

Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst