Eitthundrað ára síldarbræðslusögu lokið.

Eitthundrað ára síldarbræðslusögu lokið. Nú eru hafnar framkvæmdir við niðurrif á síldar- og loðnubræðslu SR á Siglufirði. Núverandi eigendi,

Fréttir

Eitthundrað ára síldarbræðslusögu lokið.

SVN -  verksmiðjan á Siglufirði
SVN - verksmiðjan á Siglufirði

Nú eru hafnar framkvæmdir við niðurrif á síldar- og loðnubræðslu SR á Siglufirði. Núverandi eigendi, Síldarvinslan á Neskaupstað, ákvað að leggja þessa verksmiðju af, og hefur allur tækjabúnaður verið seldur til Spánar.

Verktaki að niðurrifi véla og búnaðar er Vélsmiðjan Héðinn h/f Reykjavík. Síðan eru undirverktakar í rafmagni og SRV vélaverkstæði á Siglufirði.

Þetta niðurrif stærstu fiskimjölsverksmiðju landsins, SR 46, og þeirrar síðustu á Siglufirði ber upp á hundrað ára afmæli fiskimjölsiðnaðar á Íslandi. Það var í ágústmánuði árið 1911 að tvær nýjar verksmiðjur voru gangsettar með nokkurra dag millibili.

Það voru Bakkevigsverksmiðjan á Eyrinni, þar sem Primex er nú, og Evangersverksmiðjan á Staðarhólsbökkum austan fjarðar. Þess viðburðar er ætlunin að minnast sérstaklega að ári, en þá mun Síldarminjasafnið í samvinnu við félag fiskimjölsframleiðenda efna til málþings og standa fyrir farandsýningu um sögu bræðsluiðnaðarins í landinu.



Hér sérst í þurkarahúsið.



Hér eru undirverktakar frá Héðni að rúlla upp rafmagnsköplum.



Fyrstu kapalrúllurnar af mörgum kílómetrum sem þarf að ganga frá.



Séð inn í töfluhús.



Töfluhús.



Verið að aftengja búnað.



Rafvirki að störfum.



Segir sorglegt að flottasta verksmiðja landsins sé rifin niður.



Suðukörin.



Skilvinduhús.



Pressurnar.



Hér má sjá eins og á öðrum myndum hvað vel hefur verið gengið um verksmiðjuna.



Þurkhús.



Þurkhús.



Þurkari.



Þurkari.



Tækjabúnaður í þurkarahúsi.



Skilvinduhús.

Texti og myndir: GJS








Athugasemdir

08.maí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst