Eldur í Íþróttamiðstöðinni á Hóli

Eldur í Íþróttamiðstöðinni á Hóli Rétt fyrir klukkan hálf átta í morgun fékk slökkviliðið útkallsboð um að eldur væri laus í íþróttamiðstöðinni að Hóli.

Fréttir

Eldur í Íþróttamiðstöðinni á Hóli

Eldur laus í íþróttamiðstöðinni á Hóli

 
Rétt fyrir klukkan hálf átta í morgun fékk slökkviliðið útkallsboð um að eldur væri laus í íþróttamiðstöðinni að Hóli.
 
Maður sem var að viðra hund sinn varð eldsins var og hringdi og lét vita. 
 
Augljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu og því sem var inni í húsinu. Eldsupptök eru ókunn.
 
Húsið var mannlaust.
 
Slökkviliðið var fljótt á staðinn og slökkvilið Siglufjarðar og Ólafsfjarðar unnu í sameiningu að því að slökkva eldinn og reykræsta húsið.
 
Við setjum miklu meira af myndum inn á eftir.

Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst