Elín Gísla hleypur og hleypur
sksiglo.is | Almennt | 28.08.2013 | 14:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 550 | Athugasemdir ( )
Elín Gísla hleypur og hleypur
Hún Elín Gísla er einhver sú duglegasta hlaupadrottning sem ég
þekki.
Elín tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem var á
laugardagsmorgni fyrir menningarnótt. Eins og ég skil þetta þá hljóp hún 42.2 kílómetra og varð í þriðja sæti
í Íslandsmeistaramótinu. Þegar maður sér að einhverjir eru að hlaupa 42 kílómetra hugsa ég alltaf um það að ég
þurfi nauðsynlega að leggja mig. Ég verð bara þreyttur á því að hugsa um þetta.
En ég geri bara eins og Jón Gnarr , ég ímynda mér bara að ég
sé að hlaupa, og yfirleitt geri ég það frekar en að telja kindur þegar ég á erfitt með svefn því þá sofna ég
alveg á stundinni.
En Elín er greinilega hörkunagli sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur
að hlaupum.
Elín sendi mér nokkrar myndir , bæði hlaupandi og svo á
verðlaunapalli.

Hérna er Elín kominn 10 kílómetra.

19 kílómetrar.

Hérna er Elín kominn 30 kílómetra.

Kominn 40 kílómetra. Óskar maður Elínar er hægra megin á
myndinni.
Hann er líka mikill hlaupari.

Við Arnarhól 42 kílómetrar alveg að klárast, þarna eru 200
metrar í mark.

Hérna er Elína að taka við verðlaunapening fyrir 3ja sætið í
Íslandsmeistaramótinu.
Elín hljóp á tímanum 3.44.11
Athugasemdir