Elton John á Sigló
Mér krossbrá í gær þegar ég rakst á stórstjörnu sem átti óvænt leið um Siglufjörð, ég féll næstum eins og Finnur, nema bara í stafi, þegar ég sá gaurinn teygja sig í síðustu nýbökuðu súkkulaðikökuna á Rauðku. Nú þyrfti ég að bíða í 6 mínútur eftir minni.
Það var haugur af liði með Elton John þegar hann kom á Sigló en hann ætlar víst að kikka á Síldarminjasafnið í dag og fá sér hádegismat á Rauðku. Ég rakst á þennan kappa sem er minni en ég, spáið í því, og hann vildi meira að segja spjalla við mig, manninn með skeggið (sem var bæðavei ný rakað að þessu sinni). En sorry Ólöf, fyrst hann fékk að koma við það þá á ég líklega aldrei eftir að raka það aftur.
En að öllu gamni sleppt þá var ég eins og verstri papparassi fyrst og vissi ekki hvernig ég átti að haga mér þó svo að ég væri orðinn vanur fína og fræga fólkinu efir að ég hitti Sirrý, en þar sem ég var með svona líka fínan blaðamannapassa (Níkónuna mína) þá fékk ég að spjalla aðeins við töffarann og meira að segja smella af honum klósöpp mynd án lífvarða, og eina úti með kallinum, hann var greinilega heillaður af skegginu mínu eins og Ólöf. Mér fannst reyndar ekkert skrítið að svona frægur maður væri eitthvað að droppa við á Sigló, og gista hér í þokkabót, hann hafði væntanlega heyrt af því að Sigló sé frábærnilegasti staður í heimi.
Johny boy hafði reyndar verið bent á það í innsveitum Siglufjarðar að mikil uppbygging væri á Sigló og að hér væri mjög spennandi að koma við svo það var ákveðið að fara hér í gegn eftir stórviðburðinn í Hofinu. Það er klárlega gott að vera stórstjarna því hann fékk miðhæðina útaf fyrir sig á nýja Hótel Siglunesi, ekki slæmt start hjá Hálfdáni en ég á eftir að biðja hann um að fá að sofa í sama herbergi og Johny.
Meira en lítið hefur Ella litist vel á skeggið mitt og hann ætlar að leifa mér að taka við sig sjónvarpsviðtal í dag í koníaksstofunni á Rauðkunni, sem ég klippi til ef ég næ einhvern tíman að læra á þetta forrit, en meistari Paul, eins og ég kallaði hann áður en hann leiðrétti mig og sagðist heita Elton (vandræðalegt í það minnsta), ætlar einmitt að vera á Rauðkunni frá klukkan 13-14 og árita nýja diskinn sinn fyrir þá sem hafa áhuga áður en hann heldur áleiðis í borg óttans.
Elton John og David Furnish (maðurinn hans) Johny á Rauðkunni
Athugasemdir